Serge Gnabry, leikmaður Bayern Munchen, var bannað að semja við liðið þegar hann var 10 ára gamall.
Gnabry er orðinn mikilvægur hlekkur í liði Bayern en hann var áður á mála hjá Stuttgart og Arsenal.
Faðir leikmannsins sagði nei við Bayern þegar hann var krakki – eitthvað sem Gnabry tók ekki vel í.
,,Oh maður, ég var öskuillur á þessum tíma. Ég var reiður og ég grét en ég gat ekki breytt skoðun pabba,“ sagði Gnabry.
,,Það var aðeins þegar ég var 12 ára þá fékk ég að semja við Stuttgart. Ég verð að viðurkenna að þetta gekk ekki svo illa að lokum.“