Erik Hamren hefur valið 25 manna leikmannahóp fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM.
Albert Guðmundsson er fjarverandi vegna fótbrots en Hörður Björgvin Magnússon er í hópnum, hann meiddist lítilega í gær.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru báðir án félags en eru aftur í hópnum að þessu sinni.
Smelltu hér til að sjá hópinn.
Áður en rætt var um leikina ákvað Hamren að leikgreina tapið gegn Albaníu í síðasta leik. Sá sænski fór á kostum, gagnrýndi marga en sagði að mistökin væru til að læra af þeim.
Þrumuræða Hamren er í þremur hlutum hér að neðan