Aron Einar Gunnarsson gæti verið alvarlega meiddur en hann leikur með Al-Arabi í Katar.
Aron spilaði með liði Al-Arabi í kvöld sem mætti Al Khor í fimmtu umferð deildarinnar.
Aron meiddist í leiknum í kvöld en það þurfti að keyra hann af velli á golfbíl sem er áhyggjuefni.
Leikmaður Al-Khor fór í ansi groddaralega tæklingu og fór með takkana í ökkla Arons sem var sárkvalinn.
Það er útlit fyrir það að Aron muni missa af landsliðsverkefni Íslands gegn Andorra og Frökkum.
Hér má sjá þegar Aron meiddist en atvikið má sjá með því að stilla á 01:39:00 í myndbandinu.