Erik Hamren hefur valið 25 manna leikmannahóp fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM.
Albert Guðmundsson er fjarverandi vegna fótbrots en Hörður Björgvin Magnússon er í hópnum, hann meiddist lítilega í gær.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru báðir án félags en eru aftur í hópnum að þessu sinni.
Smelltu hér til að sjá hópinn.
Óvíst er hvort Rúnar Alex Rúnarsson komi í verkefnið, hann og unnusta hans eiga von á barni. ,,Það er spurningamerki um Rúnar Alex, hann og unnustan eru að eignast barn. Það á að koma í næstu viku, ekki vel skipulagt,“ sagði Hamren í léttum tón.
Ef barn Rúnars og unnusta hans kemur ekki um helgina, kemur Ingvar Jónsson inn. ,,Við sjáum hvort barnið fæðist fyrir sunnudag, þá kemur hann. EF ekki þá verður hann í Frakklandi og Ingvar Jónsson kemur inn.“