

Martin Odegaard, leikmaður Real Sociedad, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann gæti verið á leið til Englands.
Manchester United, Arsenal og Liverpool eru sögð horfa til Odegaard sem er 20 ára gamall Norðmaður.
Odegaard er í láni hjá Sociedad en hann er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022.
,,Það sem ég vil gera er að vera áfram næstu tvö árin hjá Sociedad, ég held að það sé mikilvægt fyrir mig,“ sagði Odegaard.
,,Undanfarin tvö tímabil hef ég skipt um lið. Það er gott að fá smá stöðugleika og vonandi komumst við í Evrópukeppni fyrir næstu leiktíð.“
,,Auðvitað vil ég spila fyrir Real Madrid en ég er enn ungur og er ánægður þar sem ég er.“