Frakkland 4-0 Ísland
1-0 Eugenie Le Sommer (5′)
2-0 Eugenie Le Sommer (16′)
3-0 Delphine Cascarino (66′)
4-0 Amel Majri (85′)
Íslenska kvennalandsliðið fékk skell í kvöld er liðið mætti Frajkklandi í Nimes.
Um var að ræða vináttuleik en Frakkland er með eitt besta kvennalandslið heims og var verkefnið alltaf að fara verða erfitt.
Stórstjarnan Eugenie Le Sommer skoraði tvennu fyrir Frakka sem voru með 2-0 forystu í fyrri hálfleik.
Þær Delphine Cascarino og Amel Majri bættu svo við tveimur fyrir Frakkland og lokastaðan, 4-0.
Íslensku stelpurnar hafa oft spilað betur en í kvöld en liðið mætir Lettlandi í undankeppni EM í næstu viku.