

Erik Hamren mun síðar í dag velja landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni gegn Frakklandi og Andorra, það verður snúið fyrir þann sænska að sjóða saman hóp.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru áfram án félags, fyrir síðasta verkefni var rætt um að best væri að þeir myndu finna sér lið fyrir þessi verkefni.
Allar líkur eru á að Birkir verði í hópnum en ekki er eins öruggt að Emil verði á sínum stað.
Þá er Albert Guðmundsson, fótbrotinn og verður frá næstu fimm mánuðina. Talið er að Birkir Már Sævarsson verði aftur kallaður til leiks, eftir erfiða tíma á hægri væng liðsins gegn Albaníu.
Hópurinn verður kynntur 13:15 í dag og verður fylgst með öllu hérna.