

Claudio Marchisio, fyrrum leikmaður Juventus, hefur ákveðið að leggja skóna frægu á hilluna.
Þetta staðfesti Marchisio í gær en hann er aðeins 33 ára gamall og kemur ákvörðunin á óvart.
Ítalinn var síðast á mála hjá Zenit í Rússlandi en þeim samningi var rift í byrjun sumars.
Marchisio var frábær fyrir Juventus á sínum tíma og vann 15 titla með liðinu.
Einnig var miðjumaðurinn hluti af ítalska landsliðinu og spilaði 55 leiki fyrir þjóð sína.