fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Birkir Bjarna hefur gaman af orðum Benna Bóas: ,,Síminn virðist alltaf verða eftir á náttborðinu

Victor Pálsson
Föstudaginn 4. október 2019 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er þá er alveg óvíst hvað verður um Birki Bjarnason, leikmann íslenska landsliðsins.

Birkir hefur lengi verið mikilvægur hlekkur í landsliðinu en hann er þó án félags þessa stundina.

Birkir yfirgaf lið Aston Villa í sumar og hefur enn ekki tekist að finna sér nýtt félag.

Benedikt Bóas, blaðamaður Vísis, hefur ítrekað reynt að ná í Birki til að fá svör varðandi framtíðina.

Hann birti þetta í pistli sínum í dag og sá birkir þessi skrif og birti mynd af því á Instagram.

,,Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref hans á ferlinum,“ skrifar Benedikt.

,,Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila