Manchester United mistókst að sækja þrjú stig í kvöld er liðið mætti AZ Alkmaar í Evrópudeildinni.
Hollenska liðið var sterkari aðilinn í leik kvöldsins og þá sérstaklega í seinni hálfleik en engin mörk voru skoruð í markalausu jafntefli.
Íslendingalið CSKA Moskvu er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en liðið spilaði við Espanyol í kvöld.
Þeir spænsku unnu 2-0 sigur í Rússlandi en þeir Hörður Björgvin Magnússo og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn fyrir CSKA.
Wolves vann þá dramatískan sigur á Besiktas í Tyrklandi þar sem Willy Boly gerði eina mark leiksins á 93 mínútu.
Hér má sjá úrslit kvöldsins.
AZ Alkmaar 0-0 Manchester United
Besiktas 0-1 Wolves
0-1 Willy Boly
CSKA Moskva 0-2 Espanyol
0-1 Wu Lei
0-2 Victor Campuzano
Feyenoord 2-0 Porto
1-0 Jens Toornstra
2-0 Rick Karsdrop
Wolfsberger 1-1 Roma
0-1 Leonardo Spinazzola
1-1 Michael Liendl
Basaksehir 1-1 Gladbach
1-0 Edin Visca
1-1 Patrick Herrmann
St. Etienne 1-1 Wolfsburg
1-0 Timkothee Kolodziejczak
1-1 William
Young Boys 2-1 Rangers
0-1 Alfredo Morelos
1-1 Roger Assale
2-1 Christian Fassnacht
Ferencvaros 0-3 Ludogorets
0-1 Jody Lukoki
0-2 Rafael Forster
0-3 Rafael Forster
Braga 2-2 Slovan Bratislava
1-0 Bruno Viana
1-1 Andraz Sporar
2-1 Wenderson Galeno
2-2 Bruno Viana(sjálfsmark)
Olekskandriya 1-1 Gent
0-1 Laurent Depoitre
1-1 Artem Sitalo