Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var mjög ánægður með sína menn í kvöld eftir markalaust jafntefli við AZ Alkmaar.
United fékk stig á útivelli í Evrópudeildinni en liðinu tókst ekki að eiga skot á markið.
Solskjær er þó sáttur og segir að hans menn hafi átt að fá víti í seinni hálfleik er Marcus Rashford féll innan teigs.
,,Þetta var gott stig á útivelli gegn erfiðum mótherja á erfiðu gervigrasi,“ sagði Solskjær.
,,Þeir unnu Feyenoord 3-0 á útivelli, við þurftum að gera margar breytingar svo ég er mjög ánægður.“
,,Við hefðum átt að vinna og ég er kominn með nóg af því að tala um vítin sem við eigum að fá. Þetta var 100 prósent víti.“