Í kvöld fór fram leikur Dudelange og Qarabag en leikið er í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Leikurinn fer fram á heimavelli Dudelange í Lúxemborg en staðan er 0-2 fyrir gestunum er þetta er skrifað.
Það þurfti að stöðva leikinn eftir hálftíma í kvöld eftir að dróni með armenska fánann flaug yfir völlinn.
Eins og flestir vita þá andar köldu á milli Armeníu og Azerbaijan og varð því allt vitlaust á vellinum.
Leikmenn reyndu að sparka drónann niður en þeir notuðu bolta til þess en án árangurs.
Það er búið að leysa þetta vandamál og er leikurinn nú farinn aftur af stað.
Crazy scenes in Dudelange-Qarabağ game as a drone carrying Armenian flag flies over center circle. Outraged Qarabag players from Azerbaijan pick up the ball and try to knock the drone out of the sky. #UEL game has now been suspended. pic.twitter.com/j7fSWNj9Nc
— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) 3 October 2019
Dudelange v Qarabag suspended as drone carrying Armenian flag hovers over the pitch. Qarabag players trying (and failing) to kick it down pic.twitter.com/REceYDjpr1
— James Dart (@James_Dart) 3 October 2019