Það eru allar líkur á því að Jesse Lingard verði ekki með Manchester United um helgina.
Lingard er að glíma við meiðsli aftan í læri en hann kom inná í leik við AZ Alkmaar í kvöld.
Lingard kom inná sem varamaður í seinni hálfleik en haltraði svo af velli þegar stutt var eftir.
Ole Gunnar Solskjær staðfesti það eftir leikinn að það væri ekki líklegt að Lingard myndi spila gegn Newcastle.
Það eru þó töluverðar líkur á því að Englendingurinn verði mættur aftur fyrir leik gegn Liverpool þann 20. október.