

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals reynir að halda sér í standi fyrir komandi verkefni íslenska landsliðsins.
Tímabilið er á enda í Pepsi Max-deildinni en Hannes þarf að vera klár eftir rúma viku gegn Frakklandi, í undankeppni EM.
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks og fyrrum landsliðsmaður er að þjálfa Hannes þessa dagana.
Gunnleifur birti mynd af þeim félögum á Twitter þar sem Gunnleifur er að hefja æfingu með Hannesi á Laugardalsvelli.
Í gær var Hannes að rifja upp gamla takta en hann var að stýra nýju tónlistarmyndandi, sem Egill Einarsson er að gefa út. Egill eða Dj MuscleBoy er að gefa út nýtt lag. Hannes sem er afar fær leikstjóri, stýrir myndbandinu.
Coaching ??nr.1 and my friend @hanneshalldors pic.twitter.com/8AWy3JeSiD
— gulligull1 (@GGunnleifsson) October 3, 2019