Unai Emery, stjóri Arsenal, vildi ekki tjá sig mikið um Mesut Özil, leikmann liðsins í gær.
Arsenal spilar við Standard Liege í Belgíu í kvöld en um er að ræða leik í Evrópudeildinni.
Framtíð Özil hefur verið í umræðunni undanfarið en hann á ekki fast sæti í byrjunarliði enska stórliðsins.
,,Eins og staðan er þá er hann okkar leikmaður,“ sagði Emery á blaðamannafundi.
,,Við munum æfa saman og eftir það þá tökum voið ákvörðun. Ég vel besta byrjunarliðið og það lið sem getur hjálpað okkur.“