Mesut Özil er ekki í leikmannahópi Arsenal í kvöld sem spilar við Standard Liege í Evrópudeildinni.
Hector Bellerin er með fyrirliðaband Arsenal en Granit Xhaka, Pierre-Emerick Aubameyang og fleiri góðir eru á bekknum.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Arsenal: Martinez, Bellerin, Mustafi, Holding, Tierney, Torreira, Willock, Maitland-Niles, Ceballos, Nelson, Martinelli
Standard Liege: Milinkovic-Savic; Vojvoda, Vanheusden, Laifis, Gavory; Mpoku, Bastien, Boljevic, Cimirot, Lestienne; Emond