Tony Pulis, fyrrm stjóri West Brom, hefur tjáð sig um vængmanninn Serge Gnabry sem skoraði þrennu gegn Tottenham í gær.
Gnabry er á mála hjá Bayern Munchen en hann var eitt sinn efnilegur leikmaður Arsenal.
Á þeim tíma var hann eitt sinn lánaður til West Brom en Pulis sendi hann fljótt til baka og taldi sig ekki hafa not fyrir leikmanninn.
,,Þetta er ótrúlegt. Við fengum hann á lán en náðum aldrei að koma honum í stand,“ sagði Pulis.
,,Ég held að við höfum tekið hann af velli í leik með U21 liðinu. Hann fór aftur til Arsenal og þeir seldu hann.“
,,Hann var vinalegur strákur, ég hef ekkert á móti honum og núna er hann að sýna sínar bestu hliðar.“
,,Það sem hann hefur gert er magnað.“