Það kom mörgum á óvart þegar lið Real Madrid gerði jafntefli við Club Brugge í Meistaradeildinni í gær.
Real lenti óvænt 2-0 undir á heimavelli en hinn ungi Emmanuel Dennis gerði bæði mörk Brugge.
Heimamönnum tókst hins vegar að jafna metin í seinni hálfleik með mörkum frá Sergio Ramos og Casemiro.
Maður að nafni Juan Gaya Salom ákvað að veðja 14 þúsund evrum á það að Real myndi næla í sumar.
Því miður fyrir þennan ágæta mann þá fór leikurinn jafntefli en Salom hefði grætt 4 þúsund evrur með sigri.
Salom tapaði því tæpum tveimur milljónum króna í gær og er væntanlega súr og svekktur þessa stundina.
Þessi setti ekki nema €14.000 á Real Madrid sigur ?? #fotboltinet pic.twitter.com/0nRDAmjac8
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) 2 October 2019