Raheem Sterling, leikmaður Manchester United, hefur stett pressu á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.
Sterling er mjög hrifinn af hinum unga Phil Foden sem spilar á miðjunni hjá City og skoraði í 2-0 sigri á Dinamo Zagreb í gær.
Sterling vill sjá Southgate velja Foden í landsliðið en hann hefur enn ekki fengið tækifæri þar.
,,Leikmennirnir sem við erum með hérna, þú þarft að lesa leikinn og þá koma mörkin,“ sagði Sterling.
,,Ég er himinlifandi fyrir hönd Phil og vil sjá hann í landsliðinu, ef hann heldur áfram þá kemst hann þangað.“