Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur áhyggjur fyrir leik gegn AZ Alkmaar á morgun.
United heimsækir AZ í Evrópudeildinni en það síðarnefnda leikur heimaleiki sína á gervigrasi.
Solskjær hefur skoðað völlinn í Hollandi og segir að hann sé einn sá versti hingað til.
,,Það kemur mér verulega á óvart að þetta sé völlurinn sem þeir vilja spila á ,“ sagði Solskjær.
,,Ég er vanur því að spila á gervigrasi eftir að hafa verið í Noregi en þessi völlur er ekki sá besti sem ég hef séð.“
,,Þetta er eitt versta gras sem ég hef séð í langan tíma. Þeir eru mun nútímalegri í Noregi.“