Al Rayyan í Katar reynir að sannfæra Diego Costa um að koma til félagsins. AS á Spáni segir frá. Viðræður eiga sér stað þess efnis að Costa komi næsta sumar.
Costa hefur ekki fundið taktinn hjá Atletico Madrid frá því að hann kom frá chelsea í fyrra.
Costa hefur á einu og hálfu tímabili aðeins skorað sex mörk, seðlarnir í Katar gætu heillað.
Stærstu nöfn fótboltans fá vell greitt í Katar en Aron Einar Gunnarsson gekk í raðir Al-Arabi í sumar.
Costa átti frábæran tíma hjá Chelsea en lenti upp á kant við Antonio Conte, þá stjóra liðsins.