Arsenal og Manchester City hafa bæði áhuga á Martin Odegaard, miðjumanni Real Madrid. Ef marka má miðla á Spáni.
Odegaard er aðeins tvítugur en hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2015. Hann er að finna taktinn.
Odegaard er á láni hjá Real Sociedad á Spáni en hefur byrjað tímabilið frábærlega. Áður var hann á láni hjá Heerenveen og Vitesse í Hollandi.
Spænskir miðlar segja að Real Madrid muni krefjast rúmlega 50 milljóna punda fyrir Odegaard.
Odegaard er frá Noregi en sagt er að útsendarar City og Arsenal fylgist náið með framgöngu Norðmannsins.