Alexis Sanchez, sóknarmaður Inter segist vera að finna ástina á leiknum á nýjan leik. Hann er í láni frá Manchester United.
Sanchez var í eitt og hálft ár hjá Manchester United og fann aldrei taktinn, hann stóðst ekki væntingar.
,,Þetta var eins og að byrja að elska fótboltann aftur,“ sagði Sanchez.
,,Ég þekkti þjálfarann og nokkra leikmenn, ég held að Inter sé að búa til eitthvað skemmtilegt. Ég held að Inter sé ekki búið að vinna neitt í sjö eða átta ár.“
,,Þetta er eins og finna ástina á nýjan lek, það er hungur til að vinna titla fyrir félagið.“