

Neymar, dýrasti knattspyrnumaður allra tíma er sakaður um nauðgun. Glæpurinn á að hafa átt sér stað í París fyrr á þessu ári.
Najila Trindade Mendes sakaði Neymar um nauðgun, hún er frá Braslíu. Neymar flaug henni til Parísar, til að hitta sig. Dómari í Brasilíu sem tók málið fyrir sagði ekki neitt styðja ásökun Najila.
Atvikið átti sér stað í maí en dómari í Brasilíu hefur staðfest að Najila og fyrrum eiginmaður hennar verði ákærð, fyrir svik og lygar í garð Neymar. Þau hafi ætlað sér að reyna að svíkja fjármuni afhonum.
Neymar harðneitar sök en myndband af þeim á hótelinu í París hefur nú verið birt. Þar sjást þau hoppa upp í rúm en konan verður fljótt reið, lemur Neymar og öskrar á hann. Myndbandið er tekið degi eftir að hin meinta nauðgun átti sér stað.