fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Helgi Sigurðsson nýr þjálfari ÍBV – ,,Veit að þetta er erfitt verkefni“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 1. október 2019 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson er nýr þjálfari meistaraflokks ÍBV karla en þetta staðfesti félagið í dag.

Helgi hefur undanfarin ár þjálfað lið Fylkis en nýlega var það gefið út að hann héldi ekki áfram þar.

ÍBV hélt blaðamannafund í Eyjum í dag þar sem ráðning Helga var staðfest. Ian Jeffs verður honum til aðstoðar.

Helgi skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV og það er stefnan að koma liðinu upp í efstu deild næsta sumar.

ÍBV féll úr efstu deild í sumar og mun því leika í Inkass-deildinni að ári.

,,Þetta er stórt tækifæri. Það verða allir að róa í sömu átt til að fá fólkið hér í Eyjum til að vera stolt af liðinu sínu. Við gefum allt í þetta, ég veit að þetta er erfitt verkefni,“ sagði Helgi.

,,Þetta verkefni heillaði mig og ÍBV er klúbbur sem á sér góða sögu. Það hefur alltaf verið gaman að koma hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar