

ÍBV hefur boðað til fréttamannafundar síðar í dag þar sem Helgi Sigurðsson verður kynntur sem þjálfari. Þetta herma heimildir 433.is.
,,Knattspyrnuráð ÍBV karla heldur fjölmiðlafund í dag kl. 17.30 í Týsheimilinu. Fundurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
Fylkir ákvað að losa sig við Helga eftir þrjú góð ár í starfi, hann fer nú til Eyja og reynir að koma liðinu upp.
Helgi þekkir það að koma liði upp úr næst efstu delild, það gerði hann með Fylki á fyrsta ári. Sama áskorun býður hans í Eyjum. ÍBV féll úr Pepsi Max-deild karla í sumar.
Pedro Hippolito var rekinn frá ÍBV um mitt sumar og Ian Jeffs tók við starfinu tímabundið.