David de Gea, markvörður Manchester United, viðurkennir að línuvörður gærdagsins hafi truflað hann í marki í leik gegn Arsenal.
Arsenal skoraði jöfnunarmark í 1-1 jafntefli í seinni hálfleik en línuvörðurinn ákvað að flagga rangstöðu áður en boltinn fór í netið.
De Gea segir að það hafi truflað leikmenn liðsins áður en VAR skoðaði atvikið og var markið dæmt gott og gilt.
,,Auðvitað truflaði þetta okkur. Ef línuvörðurinn hefði bara haldið flagginu niðri.. En á sama tíma þá er VAR þarna og ef þetta er rangstaða þá er þetta rangstaða,“ sagði De Gea.
,,Það er ekkert annað í þessu, við þurfum að skoða okkar leik. Við þurfum að læra af þessum mistökum.“
,,Þetta voru okkar mistök og við gáfum þeim mikilvægt mark.“