Peter Crouch, lagði skóna á hilluna í sumar eftir frábæran feril. Ferill hans stóð hæst þegar hann lék með Liverpool.
Undir stjórn Rafa Benitez átti Crouch fína spretti hjá Liverpool, hann taldi sig eiga nærbuxur sem hjálpuðu honum að skora.
Abbey Clancy, eiginkona Crouch hafði þá verslað nærbuxur á Crouch, sem hann skoraði alltaf í.
,,Ég fór að versla með mömmu og við fundum þessar nærbuxur og keyptu á hann. Hann var alltaf í þeim og bara gat ekki hætta að skora,“ sagði Abbey um brækurnar.
Brækurnar voru það mikilvægar í huga Crouch að hann greiddi leigubílstjóra í eitt skipti 90 þúsund krónur, til að sækja þær.
,,Hann var að spila gegn Newcastle og gleymdi þeim, hann borgaði leigubílstjóra 600 pund til að sækja þær.“