Barcelona á Spáni er ennþá að eltast við vængmanninn Willian sem spilar með Chelsea.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Willian hefur lengi verið á óskalista spænska stórliðsins.
Willian er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Chelsea en hann hefur verið hjá félaginu frá árinu 2013.
Brassinn skilar ekki nógu miklu fyrir framan markið en hann er með takmarkað magn af stoðsendingum og mörkum.
Barcelona hefur reynt að fá Willian undanfarin tvö ár en hann verður samningslaus næsta sumar.
Félagið mun reyna að ræða við Willian í desember og gæti hann svo samið frítt við liðið næsta sumar.