

Bæði Derby County og Stoke City hafa áhuga á að fá Birkir Bjarnason, landsliðsmann Íslands í sínar raðir.
Bæði félögin leika í Chamionship deildinni á Englandi, en Birkir rifti samningi sínum við Aston Villa í ágúst.
Síðan þá hafa mörg félög reynt að fá Birki en samningar hafa ekki náðst. Bæði Stoke og Derby hafa verið í veseni.
Þá er Nurnberg í Þýskalandi sagt hafa áhuga en ensk blöð segja frá. Semji Birkir við Derby mun hann spila með Wayne Rooney, enski framherjinn mun ganga í raðir Derby í janúar.