Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona, gekk í raðir félagsins í sumar. Félagið keypti hann frá Ajax.
Börsungar lögðu mikla áherlsu á að fá De Jong, hann skrifaði undir á miðju tímabili við Barcelona.
,,Stjórnarmenn Barcelona voru svo sáttir, Pep Segura úr stjórninni byrjaði að gráta eftir að við skrifuðum undir,“ sagði Hasan Cetinkaya umboðsmaður De Jong.
De Jong hefur ekki byrjað af miklum krafti hjá Börsungum en hann er ungir og bjarta framtíð.
,,Þeir settu gríðarlega pressu á að klára þetta, það voru faðmlög og kampavín þegar allt var klárt. Börsungar fóru svo með okkur upp í fjöllin og við fórum út að borða.“
,,Við fengum besta vínið frá Spáni, við fengum frábæra steik og allir voru glaðir.“