Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, er ekki viss hversu lengi Tottenham geti haldið sínum bestu leikmönnum.
Rummenigge og félagar í Bayern spila við Tottenham á þriðjudag í Meistaradeild Evrópu.
Samkvæmt Þjóðverjanum þá eru lið sem eru að leitast eftir því að fá Harry Kane, aðalmann Tottenham í sínar raðir.
,,Þeir eru með gott lið. Spurningin er hvort að þeir geti haldið þessum hóp í langan tíma því Christian Eriksen er að verða samningslaus,“ sagði Rummenigge.
,,Svo er það alveg víst að það eru félög sem hafa áhuga á Harry Kane. Hann er toppleikmaður eins og Robert Lewandowski og getur skorað mörg mörk.“
,,Þeir eru mögulega tveir bestu sóknarmenn heims um þessar mundir.“