fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Solskjær setur spurningamerki við VAR: ,,Áttum við kannski að fá víti?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. september 2019 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, setur spurningamerki við VAR í kvöld eftir leik við Arsenal.

Solskjær og hans menn gerðu 1-1 jafntefli en Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði fyrir Arsenal eftir að VAR hafði dæmt markið gilt.

Solskjær segir að sú ákvörðun hafi verið rétt en vill meina að sínir menn hafi átt skilið vítaspyrnu á sama tíma þegar boltinn fór í hönd leikmanns Arsenal í vítateignum.

,,Þetta var rétt ákvörðun hjá VAR [að gefa markið] en kannski hefðum við mátt fá vítaspyrnu líka?“ sagði Solskjær.

,,Mér leið eins og við gætum skorað undir lok leiksins því við sendum menn fram. Ég hef verið í sömu stöðu sem leikmaður en við lærum af þessu.“

,,Í byrjun seinni hálfleiks þá vorum við hægir af stað og ekki nógu lifandi. Arsenal var líklegra liðið þar til þeir jöfnuðu.“

,,Hversu oft höfum við verið 1-0 yfir og skorum ekki annað markið? Þetta var mikill lærdómur fyrir okkur og við munum taka réttar ákvarðanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma
433Sport
Í gær

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum