fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Fær tíu sinnum meira borgað en næsti maður – Tóku peninginn af honum og borguðu öðrum

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. september 2019 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ike Ugbo er nafn sem einhverjir kannast við en hann er á mála hjá Chelsea í Englandi.

Ugbo er 21 árs gamall Englendingur en hann spilar með Roda JC í Hollandi á láni þessa stundina.

Roda er í töluverðum fjárhagsvandræðum en Ugbo er á háum launum og fær 38 þúsund pund á viku.

Hann þénar tíu sinnum meira en næst launahæsti leikmaður liðsins en Roda borgar þó ekki öll launin hans.

Roda ákvað að fara nýja leið í þessu og sleppa því að borga Ugbo launin og frekar dreifa peningnum á alla aðra leikmenn.

Það var Mauricio Garcia de la Vega sem tók þessa ákvörðun en hann er viðskiptamaður og á hlut í félaginu.

Þessi vinnubrögð eru að sjálfsögðu óásættanleg en Ugbo hefur ekki fengið borgað í þessum mánuði.

38 þúsund pundunum var frekar dreift á aðra leikmenn liðsins og eru flestir aðrir búnir að fá borgað.

Mexíkaninn er alls ekki vinsæll hjá hollenska félaginu og vilja stuðningsmenn sjá hann fara og það strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho