fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Átta frægir sem sem hafa verið gómaðir með hörð efni: Margir girnast kókaín

433
Mánudaginn 30. september 2019 13:54

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á afar athyglisverðan lista í dag þar sem má sjá mörg nöfn þekktra knattspyrnumanna.

Þessi listi er ekki jákvæður fyrir þessa einstaklinga en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið dæmdir í langt bann frá fótbolta.

Allir átta leikmennirnir voru fundnir sekir um að nota ólögleg efni og kemur kókaín reglulega fyrir.

Sumir af þeim voru ungir og efnilegir er þeir gerðu einfaldlega mistök. Aðrir voru eldri og áttu að vita betur.

Hér má sjá listann.

8. Gary O’Connor

Gary O’Connor var einn efnilegasti leikmaður Skotlands á sínum tíma en er hann spilaði með Birmingham komst hann í fréttirnar fyrir eiturlyfjanotkun. Árið 2009 var Skotinn dæmdur í tveggja mánaða bann fyrir að nota kókaín. Seinna viðurkenndi O’Connor að hafa eytt fjórum milljónum punda í eiturlyf. Árið 2016 var O’Connor svo gómaður er hann reyndi að stela fötum úr verslum Harvey Nichols – hann hafði tapað öllu.

7. Mark Bosnich

Sögu Bosnich kannast flestir við en hann er fyrrum markvörður Manchester United og Chelsea. Bosnich var rekinn frá Chelsea á sínum tíma og dæmdur í níu mánaða bann fyrir að nota kókaín.

6. Saido Berahino

Berahino er enn að spila í dag en hann var síðast á mála hjá Stoke í næst efstu deild. Hann var áður vonarstjarna WBA og kostaði Stoke 12 milljónir punda. Áður en þau félagaskipti gengu í gegn þá var Berahino dæmdur í átta vikna bann fyrir að nota eiturlyfið MDMA. Berahino vill þó meina að einhver hafi reynt að eitra fyrir honum.

5. Jose Baxter

Baxter var gríðarlega efnilegur leikmaður og lék sinn fyrsta leik fyrir Everton árið 2008 aðeins 16 ára gamall. Síðan þá hefur ferill Baxter farið í vaskinn. Er hann lék með Sheffield United fannst LSD í blóði hans og var hann dæmdur í fimm mánaða bann. Sama ár var Baxter rekinn frá Sheffield fyrir kókaín notkun. Hann var dæmdur í 12 mánða bann.

4. Chris Armstrong

Armstrong var markahæsti leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni árið 1992. Þremur tímabilum síðar var leikmaðurinn dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að nota kannabis. Hann var sá fyrsti í sögu úrvalsdeildarinnar til að falla á lyfjaprófi.

3. Jake Livermore

Livermore féll á lyfjaprófi er hann lék með Hull City en kókaín fannst í blóði hans eftir leik gegn Crystal Palace. Livermore var í banni næstu fimm mánuðina. Hann ræddi síðar við the BBC og segir að hann hafi notað eiturlyfið vegna dauða sonar síns sem átti sér stað stuttu áður.

2. Lee Bowyer

Bowyer er þekktur harðhaus sem gerði garðinn frægan með Newcastle og fleiri liðum. Þegar Bowyer var aðeins 18 ára gamall féll hann á lyfjaprófi hjá Charlton og var dæmdur í átta vikna bann. Hann var einnig rekinn úr enska U23 landsliðinu. Það hafði þó ekki mikil áhrif á feril Bowyer sem komst á flug þrátt fyrir erfiða byrjun.

1. Adrian Mutu

Mutu var einn af þeim fyrstu sem Roman Abramovich keypti til Chelsea. Mutu kostaði Chelsea 16 milljónir punda og kom frá Parma. Mutu skoraði 10 mörk á sínu fyrsta tímabili áður en hann var dæmdur í sjö mánaða bann. Mutu notaði mikið magn af kókaín og var þá um leið rekinn frá Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann