Kristian Nökkvi Hlynsson setti félagsmet hjá Blikum í gær er liðið mætti KR í Pepsi Max-deild karla.
Kristian er efnilegur ungur leikmaður Breiðabliks og kom við sögu í 2-1 tapi gegn KR í lokaumferðinni í gær.
Framtíðin er svo sannarlega björt fyrir Kristian sem er aðeins 15 ára og 248 daga gamall.
Hann varð í gær yngsti leikmaður í sögu Breiðabliks til að spila leik í efstu deild sem er magnaður árangur.
Blikar greina frá því á heimasíðu sinni að mörg erlend lið hafi áhuga á að krækja í Kristian.