Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er búinn að ráða til sín persónulegan njósnara.
Frá þessu greina enskir miðlar en Solskjær er að undirbúa að geta styrkt liðið í janúarglugganum.
United er talið ætla að versla í janúar eftir ansi erfiða byrjun á tímabilinu.
Maðurinn heitir Simon Wells en hann hefur starfað fyrir United og sá um að skoða leikmenn í Skandinavíu.
Solskjær mun senda Wells út um allt að skoða möguleg skotmörk áður en glugginn opnar á næsta ári.