Maurizio Sarri, stjóri Juventus, nennir ekki að horfa á leik með liði Inter Milan.
Inter hefur byrjað tímabilið frábærlega og er á toppi deildarinnar með Antonio Conte við stjórnvölin.
Inter er með fullt hús stiga eftir sex leiki en Juventus er í öðru sætinu eftir að hafa gert eitt jafntefli.
,,Ég er ekki búinn að horfa á einn einasta leik með Inter á tímabilinu,“ sagði Sarri.
,,Ég einbeiti mér að næstu mótherjum okkar. Ég heyri að þeir séu að spila vel enda með gæðaleikmenn og þjálfara.“
,,Ég hef alltaf sagt það að deildin verði jafnari á þessari leiktíð.“