Peningarnir eru búnir hjá Manchester City samkvæmt stjóra liðsins, Pep Guardiola.
Guardiola var í gær spurður út í það hvort City myndi kaupa nýja leikmenn í janúarglugganum.
Spánverjinn segir að það muni ekki gerast en City hefur ekki efni á því að eyða meira.
,,Það er ekki mitt svið en í janúar þá munum við ekki kaupa því við gátum ekki eytt miklu í sumar og heldur ekki í vetur,“ sagði Guardiola.
,,Við höldum okkur við þá leikmenn sem við erum með. Við eigum unga og efnilega leikmenn og getum treyst á þá.“