Stjórn Liverpool á Englandi óttast það að það sé eitt starf sem Jurgen Klopp gæti ekki hafnað.
Klopp hefur náð frábærum árangri með Liverpool og vann liðið Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Klopp á enn þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við þýska landsliðið.
Liverpool óttast að Klopp muni taka við Þýskalandi ef tilboðið berst að taka við af Joachim Low.
Low hefur lengi verið landsliðsþjálfari Þýskaland og þykir það vera tímaspursmál hvenær hann stígur til hliðar.