AC Milan 1-3 Fiorentina
0-1 Erick Pulgar(víti)
0-2 Gaetano Castrovilli
0-3 Franck Ribery
1-3 Rafael Leao
Það gengur einfaldlega ekkert hjá liði AC Milan þessa stundina og er gengið áhyggjuefni.
Milan spilaði sinn sjötta deildarleik á tímabilinu í kvöld en liðið fékk Fiorentina í heimsókn.
Milan lenti undir á 14. mínútu fyrri hálfleiks og var Mateo Musacchio svo rekinn af velli á 55. mínútu.
Fiorentina nýtti sér þau mistök varnarmannsins og bætti við tveimur mörkum – Franck Ribery gerði annað þeirra.
Rafael Leao minnkaði muninn fyrir Milan þegar tíu mínútur voru eftir en lokastaðan á San Siro, 3-1. Milan er með sex stig eftir sex leiki.