Það er bull að peningarnir séu búnir hjá Manchester City segir Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports.
Guardiola neitaði því að City myndi eyða peningum í janúar þar sem að peningarnir væru búnir.
Neville segir að hópur City sé ekki nógu öflugur og að félagið þurfi að eyða.
,,Þú verður að gefa þér það að Manchester City eyði pening í janúar,“ sagði Neville.
,,Ég sá í morgun að Pep Guardiola hafi sagt að peningarnir væru ekki til. Þeir eiga meiri peninga en öll önnur lið.“
,,Þeir keyptu Aymeric Laporte í janúar fyrir ári og ég held að þeir þurfi að gera það sama.“
,,Þessi hópur er ekki nógu góður til að vinna Meistaradeildina eða úrvalsdeildina. Guardiola veit það.“