Juan Mata, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um fyrrum stjóra sinn, Jose Mourinho.
Mata og Mourinho unnu fyrst saman hjá Chelsea en þá var miðjumaðurinn einmitt seldur til United.
Mourinho hafði lítinn áhuga á að nota Mata hjá Chelsea þó hann hefði verið valinn besti leikmaður liðsins tvö ár í röð.
,,Ég er alls ekkert bitur út í hann. Hvernig ég spila hentar honum ekki fullkomlega sem gerist,“ sagði Mata.
,,Ég var leikmaður ársins hjá Chelsea í tvö ár í röð, allt var í góðu og svo hann mætti hann með aðrar hugmyndir.“
,,Ég virði það því það er ekki ein leið til að spila fótbolta. Ég tek því. Ég kom til United og eftir smá tíma kom hann þangað líka.“