Kjartan Hennry Finnbogason fór á kostum í Danmörku í dag en hann leikur með liði Vejle.
Vejle leikur í næst efstu deild Danmerkur og er að berjast fyrir því að komast í efstu deild.
Gengið hefur verið frábært undanfarið og hefur Vejle unnið fimm leiki í röð eftir 3-2 sigur á Naestved í dag.
Liðið getur þakkað Kjartani fyrir þann sigur en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins á útivelli.
Rafaelson jafnaði metin tvisvar fyrir Naestved en Kjartan hafði að lokum betur og gerði sigurmark undir lok leiksins.