Leicester 5-0 Newcastle
1-0 Ricardo Pereira(16′)
2-0 Jamie Vardy(54′)
3-0 Paul Dummett(sjálfsmark, 57′)
4-0 Jamie Vardy(64′)
5-0 Wilfried Ndidi(90′)
Leicester City fór á kostum í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle.
Fjörið byrjaði snemma leiks er Ricardo Pereira kom þeim bláu yfir á 16. mínútu. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Isaac Hayden svo rautt spjald hjá gestunum.
Jamie Vardy bætti við öðru fyrir Leicester snemma í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Paul Dummett sjálfsmark.
Vardy skoraði svo sitt annað mark á 64. mínútu áður en Wilfried Ndidi gerði fimmta markið í blálokin og lokastaðan, 5-0.