Ivan Perisic var sorgmæddur fyrir tveimur árum er hann var nálægt því að ganga í raðir Manchester United.
Jose Mourinho reyndi að fá Perisic frá Inter Milan en félagaskiptin gengu ekki upp að lokum.
Mourinho vildi mikið fá Króatann á Old Trafford og vildi hann sjálfur spila fyrir enska stórliðið.
,,Hversu nálægt var ég þessu? Mjög. Það var magnað þegar Jose hringdi í mig,“ sagði Perisic.
,,Það var erfitt að segja nei við hann. Ég vildi mikið vinna með honum og spila með Manchester United.“
,,Það var minn draumur að spila í öllum stóru deildunum en það gerðist ekki. Það var sársaukafullt. Ég vil ekki ræða smáatriðin.“