Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Arsenal, segir að það sé kominn tími á að félagið fari að vinna titla.
Aubameyang segist vera ánægður í London en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu.
Aubameyang skilar alltaf sínu í fremstu víglínu en það sama má ekki segja um alla leikmenn liðsins.
,,Ég finn fyrir því að við getum breytt hlutunum hjá félaginu og við munum reyna það,“ sagði Aubameyang.
,,Nú er kominn tími á að vinna titla. Ég er viss um að við getum það og ég er ánægður með að vera hér.“
,,Mér líður vel. Á næstu árum viljum við spila í hæsta flokki og vinna titla. Það er það sem við tölum um.“