Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar í dag sem mætti Heracles í Hollandi.
Albert hefur fengið takmarkað magn af tækifærum á tímabilinu en byrjaði á vinstri vængnum í dag.
Því miður fyrir okkar mann þá entist hann aðeins 28 mínútur í leiknum og fór meiddur af velli.
Albert og félagar unjnu að lokum 2-0 sigur og lyftu sér upp í þriðja sæti deildarinnar.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Alberts eru en það mun koma í ljós.