Srdjan Tufegdzic eða Tufa, þjálfari Grindavíkur, mætti í viðtal eftir 3-0 tap gegn FH í dag.
Grindavík er fallið úr efstu deild en liðið endaði deildina í næst neðsta sæti.
,,Fyrri hálfleikur var flottur af okkar hálfu, það er ekkert í myndinni að þessi leikur endi 3-0,“ sagði Tufa.
,,Við byrjum í raun 2-0 undir í seinni og með rautt spjald svo þetta var brekka á endanum.“
,,Það vantaði herslumuninn í langflestum leikjum. Það er alltaf verið að hrósa okkur fyrir frammistöðu en við erum samt að falla. Þetta er vond tilfinning.“