Barcelona á Spáni reyndi að fá til sín varnarmanninn Victor Lindelof frá Manchester United í sumar.
Þetta hefur umboðsmaður hans, Hasan Cetinkaya staðfest en félaginu mistókst að tryggja sér þjónustu Svíans.
,,Lindelof var mögulega besti leikmaður United á síðustu leiktíð og það var mikill áhugi til staðar frá félögum sem eru betri en United í dag,“ sagði Cetinkaya.
,,Þegar Matthijs de Ligt ákvað að ganga í raðir Juventus þá var Victor númer eitt á óskalista Barcelona.“
,,Hans leikstíll hentar Barcelona. Hann er einn besti hafsent heims þegar hann er með boltann og þess vegna vildi Barcelona fá hann.“